Kórárið 2013 - 2014 er hafið!

Mörg spennandi & skemmtileg verkefni eru framundan og eru litli kór, mið kór og risa kór byrjaðir að æfa á fullu.
Myndin hér til hliðar er tekin af æfingu hjá Þórunni & miðkór í dag, 3 október.
 

Landsmót Barnakóra var haldið dagana 19 - 21 apríl á heimavelli Skólakór Kársnes, í Kársnesskóla. Skólakór Kársnes þakkar öllum þeim sem komu að mótinu að einhverju leiti og gekk það eins og í sögu! Einnig þökkum við Garage Films kærlega fyrir þetta flotta myndband. 

 
Skólakór Kársnes er nú kominn heim eftir frábæra ferð á Þingborg, þar sem þau gistu eina nótt. Í lok ferðar var svo kíkt við á Stokkseyri þar sem að krakkarnir sungu fyrir eldri borgara.
 
Á dögunum fékk Skólakór Kársnes heimsókn frá Færeyjum, en Færeyski kórinn dansaði og söng gömul Færeysk lög sem að hafa verið geymd í fjölda ára af Færeyska samfélaginu.
 
Picture
Barnakór Kársnes ásamt Kvennakór Reykjavíkur.
Barnakór Kársnes söng á Ingólfstorgi þann 1 maí, þar sem að Verkalýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur. Mikil stemning myndaðist þar sem að áhorfendur tóku kröftuglega undir.

 
Picture
Þá er Landsmóti Barnakóra 2013 lokið. Mótinu lauk kl 17 í dag með vel heppnuðum tónleikum frá öllum þrem kór hópunum. 

Mótið fór afar vel fram og má með sanni segja að krakkarnir hafi skemmt sér konunglega. 

Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu mótinu lið! 

Myndir frá Landsmóti Barnakóra 2013 er hægt að nálgast hér
Myndband frá mótinu mun birtast í vikunni hér á síðunni. 

 
Picture
Rapparinn Erpur Eyvindarson sneri aftur á sinn heimavöll í Kársnesskóla á Landsmóti barnakóra.

Erpur tók nokkra þekkta slagara á meðal "Hvíta skó".
Gaman að taka það fram að Erpur var í kór hjá Þórunni (Tótu) í æsku og segir hann að rapp ferillinn hafi byrjað þar.

Unglingahljómsveitin fjöltengi spilaði einnig á laugardagskvöldinu, eftir það dönsuðu krakkarnir fram eftir kvöldi. 
Einnig er hægt að fara í  "myndir" hér og skoða fleiri myndir frá kvöldinu.


Picture
Fjöltengi
 
Picture
Landsmót Barnakóra fer fram helgina 19 - 21 apríl 2013.

Mikil stemning er á mótinu, en kvöldvaka í Salnum fór fram í gærkvöldi, föstudaginn 18 apríl. Diskó fer fram í Sundlaug Kópavogs klukkan 16:00 í dag, laugardag.

Hægt er að nálgast myndir frá mótinu hér.

Davíð Snær Jónsson tók myndirnar.


      Póstlisti


    „Það geta öll börn sungið ef þau fá tækifæri til þess." 
    -Þórunn Björnsdóttir

    ,,Sumt fólk gefur meira til samfélagsins en annað. Það er óhætt að segja að kórstjórinn Þórunn Björnsdóttir sé í þeim hópi"
    -Þóra Arnórsdóttir, Rúv